Google reader - kennslustund

Google reader - kennslustund

Fyrir þá sem hafa gaman af að lesa blogg er nauðsynlegt að hafa aðgang að Google reader. Þetta hefur á íslensku verið kallað “bloggsafnari” en í stuttu máli þá virkar það þannig að maður setur inn slóð þeirra bloggara eða vefsíðna sem maður vill fylgjast með og þá sér maður á þessari síðu strax og nýjar færslur eru birtar.

Margir eru með bloggsíðurnar í “favorites” í tölvunni sinni og þurfa að opna síðurnar til að sjá hvort eitthvað nýtt birtist. Google reader vaktar nýjar færslur og hægt er að lesa sumar þeirra beint af google reader síðunni.

Ég ætla hér að setja inn smá leiðbeiningar um hvernig maður setur upp og notar google reader:

Stofnið ykkar eigin reikning (google account). Það er gert af slóðinni: https://www.google.com/accounts/ManageAccount Í honum er einnig tölvupóstur. Ef þið eruð með gmail tölvupóst getið þið notað þann reikning, veljið bara “reader” frá gmail síðunni (flipi efst uppi).

google1

Til að stofna “google reikning” þarf að fylla inn einhverjar persónuuplýsingar en að því loknu getið þið opnað google reader.

Hér að neðan er síðan mín. Þar er ég búin að setja inn nokkrar slóðir hjá bloggurum sem ég vil gjarnan fylgjast með. Það geri ég með því að klikka á add subscription. Þar set ég inn slóð viðkomandi bloggara.

google2

Hér sést að ég á eftir að lesa eina færslu hjá Andra (sem segir alltaf sannleikann!) og eina færslu á Dreifaranum. Með því að smella á “Andri segir sannleikann” þá birtist færslan hans þar og ég get lesið hana beint úr Google reader. Sum vefsvæði gera manni þetta ekki kleift og þarf maður þá að fara inn á síðuna til að lesa alla færsluna.

Neðst er flipi sem heitir “manage subscription”. Þar getur maður föndrað með síðurnar og m.a. gefið þeim nýtt nafn því sum nöfnin tengir maður ekki auðveldlega við bloggarann. Ég hef t.d. breytt nafni bloggsins Rudlarah í “Halli Strympu” þar sem með því veit ég betur hver þar er á ferð.

Annars er bara best að prófa sig áfram með þetta. Moggabloggið er með  bloggvinakerfi og í gegnum það getur maður fylgst með moggabloggvinum sínum. Suma moggabloggara vill maður kannski fylgjast með án þess að stofna til formlegra tengsla og þá er þetta sniðugt, einnig til að fylgjast með þeim sem eru á öðrum vefsvæðum.

Það er ekkert mál að henda út af listanum eða bæta inn á hann, allt eftir áhuga manns hverju sinni. Svo er engin skylda að lesa þetta allt en fínt að fylgjast með hverjir eru með lifandi síðu.

Semsagt ég mæli með þessu fyrir þá sem lesa fleiri en eitt blogg.

Gangi ykkur vel.

Athugasemdir

Solla Guðjóns

12.6.2008 kl. 23:30

Takk fyrir þetta.Ég hafði ekki hugmund um þessa snilld og á ábyggilega eftir að notfæra mér þetta.

Lára Hanna Einarsdóttir

12.6.2008 kl. 23:52

Ég segi sama og Solla…  kærar þakkir, ég ætla að prófa þetta! 

Óskráður

13.6.2008 kl. 08:24

takk fyrir leiðbeiningarnar, mun tileinka mér þessa tækni.

Er ekki komin tími á samdrykkju/samveru?? 

Anna Einarsdóttir

13.6.2008 kl. 08:48

Takk fyrir.  Ég ætla að nýta mér kennslustund þína. 

Lokað er fyrir ummæli